Þátttakendur leysa einfalt verkefni í sýndarveruleika þar sem þeir munu sjá köngulær (köngulóarfælni) og spreyta sig á göngu yfir fjallagil á hengibrú (lofthræðsla).
Verkefnin eru einföld og þátttakendum þykir þau almennt skemmtileg, einnig þó þeir finni fyrir fælni.
Lífeðlisfræðilegar mælingar verða skráðar á meðan þátttakendur eru í sýndarveruleikanum. Þar á meðal eru hjartarit og húðleiðni sem eykst við svitamyndun. Þátttakendur munu geta séð valdar niðurstöður að verkefni loknu.
Hvað þurfa þátttakendur að gera?
Undirrita samþykkisyfirlýsingu sem er skilyrði fyrir þátttöku (sjá samþykki)
Gefa lífsýni með léttu stroki úr kinn til einangrunar erfðaefnis (sársauka- og hættulaust)
Svara stuttum spurningalista um kvíða og fælni (10 mín.)
Leysa einfalt verkefni í sýndarveruleika (20 mín. auk tíma í uppsetningu)
Framkvæmd rannsóknarinnar tekur um 45 mínútur
Að auki leysa þátttakendur stutt taugasálfræðiverkefni á netinu þegar þeim hentar (20 mín.)
Gott að vita
Sýndarveruleikinn getur kallað fram hræðsluviðbrögð hjá hluta þátttakenda. Líkamleg einkenni eru fyrst og fremst aukinn hjartsláttur, örari öndun og svitamyndun (sjá nánar um áhættu).
Þú getur hætt við þátttöku í rannsókninni hvenær sem er. Þú getur stöðvað sýndarveruleikaverkefnið á meðan á því stendur ef þú treystir þér ekki til að klára það.
Mælingar á fælniviðbrögðum eru gerðar með litlum rafskautum (elektróðum) sem settar eru við viðbein og á kvið (hjartarit), fingur og hendi (húðleiðni). Einnig er settur súrefnismettunarmælir á enni og öndun mæld með teygjanlegum beltum yfir maga og hitamæli við munn.
Rannsóknir á erfðaefninu og úrvinnsla á gögnum verður í höndum Íslenskrar erfðagreiningar. Öll gagnavinnsla fer fram á ópersónugreinanlegum, dulkóðuðum gögnum. Rannsóknin hefur verið samþykkt af Vísindasiðanefnd og verður öll meðferð gagna í samræmi við kröfur hennar og skilmála Persónuverndar.
Þessi vefur notar fótspor (e. cookies) til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora sem má finnaHÉRSAMÞYKKJAReject